spot_img
HomeFréttirÚrslit: Þór Þorlákshöfn í jólafrí með fullt hús stiga

Úrslit: Þór Þorlákshöfn í jólafrí með fullt hús stiga

 
Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld þar sem Þór Þorlákshöfn gerði góða ferð í Fjósið í Borgarnesi og lagði heimamenn 76-81 og fara Þórsarar því í jólafrí með níu deildarsigra í röð, fullt hús stiga. 
Philip Perre var atkvæðamestur í liði Þórs með 24 stig og 12 fráköst en hjá Skallagrím var Hafþór Ingi Gunnarsson með 22 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar.
 
Þá mættust Ármann og Leiknir þar sem Leiknismenn þjöppuðu botnbaráttunni heldur betur saman með fræknum 56-72 sigri. Steinar Aronsson var stigahæstur hjá Ármanni með 14 stig en hjá Leikni var Helgi Davíð Ingason með 20 stig.
 
Fréttir
- Auglýsing -