spot_img
HomeFréttirÚrslit: Þór rétt slapp með sigur í nýliðaslagnum

Úrslit: Þór rétt slapp með sigur í nýliðaslagnum

Í kvöld lauk 21. umferð í Iceland Express deild karla þar sem Þór Þorlákshöfn rétt slapp með sigur í nýliðaslagnum gegn botnliði Vals. Keflavík burstaði ÍR og Njarðvík fékk skell í Ljónagryfjunni þegar deildarmeistarar Grindavíkur komu í heimsókn.
Úrslit kvöldsins:
 
Þór Þorlákshöfn 80-76 Valur
Darrin Govens fór fyrir Þórsurum með 19 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá Valsmönnum var Marvin Jackson með 20 stig og 7 fráköst.
 
Keflavík 121-89 ÍR
Jarryd Cole gerði 28 stig og tók 8 fráköst hjá Keflavík, Charles Parker bætti við 22 stigum og 6 stoðsendingum og þá var Magnús Þór Gunnarsson með 18 stig og 8 stoðsendingar og Valur Orri Valsson skoraði 17 stig. Hjá ÍR var Nemanja Sovic með 24 stig, Robert Jarvis 23 og Rodney Alexander 19.
 
Njarðvík 61-83 Grindavík
Cameron Echols var með 12 stig og 7 fráköst í liði Njarðvíkinga. Hjá Grindavík gerði J´Nathan Bullock 25 stig og tók 8 fráköst.
 
Nánar síðar…
  
Fréttir
- Auglýsing -