Tveir leikir fóru fram í 8-liða úrslitum í Domino´s deild karla í kvöld. Þór Þorlákshöfn jafnaði seríuna 1-1 með sigri gegn Grindavík en KR opnaði rifu á sumarfríshurðina hjá Snæfell með öruggum sigri í Stykkishólmi og leiða deildarmeistararnir einvígið því 2-0. KR dugir sigur í næsta leik til að tryggja sig áfram inn í undanúrslitin.
Snæfell 85-99 KR (Staðan 2-0 fyrir KR)
Þór Þorlákshöfn 98 – 89 Grindavík (1-1)
Þór Þ.-Grindavík 98-89 (25-23, 29-17, 15-25, 29-24)
Þór Þ.: Emil Karel Einarsson 18/5 fráköst, Mike Cook Jr. 18, Tómas Heiðar Tómasson 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Nemanja Sovic 14/13 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 14/14 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 13, Halldór Garðar Hermannsson 4, Vilhjálmur Atli Björnsson 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.
Grindavík: Jón Axel Guðmundsson 21, Earnest Lewis Clinch Jr. 20/6 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 15, Ólafur Ólafsson 14/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/7 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 6/7 fráköst/6 stoðsendingar, Hilmir Kristjánsson 2, Þorleifur Ólafsson 2, Nökkvi Harðarson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Daníel Guðni Guðmundsson 0, Kjartan Helgi Steinþórsson 0.
Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Georg Andersen
Viðureign: 1-1
Snæfell-KR 85-99 (15-26, 21-23, 18-26, 31-24)
Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 24/8 fráköst, Travis Cohn III 24/8 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 9/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 8, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 6/6 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 5, Þorbergur Helgi Sæþórsson 4, Sveinn Arnar Davíðsson 2, Finnur Atli Magnússon 2/5 fráköst, Snjólfur Björnsson 1, Viktor Marínó Alexandersson 0.
KR: Martin Hermannsson 25, Demond Watt Jr. 21/10 fráköst, Pavel Ermolinskij 16/9 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 14/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 10, Darri Hilmarsson 5/4 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 4/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 3, Jón Orri Kristjánsson 1, Högni Fjalarsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Hugi Hólm Guðbjörnsson 0.
Dómarar: Rognvaldur Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Einar Þór Skarphéðinsson
Viðureign: 2-0 fyrir KR
Mynd/ sunnlenska.is – Emil Karel átti glimrandi leik fyrir Þórsara í kvöld.



