Þá er þetta orðið klárt – ljóst er nú hvaða lið munu mætast í Poweradebikarúrslitum en í kvennaflokki verða það grannarnir Keflavík og Grindavík sem leika munu til úrslita og í karlaflokki verða það Stjarnan og KR. Grindavík burstaði Njarðvík í Röstinni í kvöld og KR lagði Tindastól í hörku slag.
Fyrir kvöldið var Keflavík komið með miðann í Höllina í kvennaflokki eftir sigur á Snæfell og Stjörnumenn lögðu Skallagrím í gærkvöldi og tryggðu sig inn í Höllina í þriðja sinn í sögu félagsins.
Njarðvíkigar léku í kvöld án bandaríska leikmannsins síns eins og áður hefur verið greint frá og máttu fella sig við stóran 81-47 ósigur í leiknum. Í DHL-Höllinni var annað uppi á teningnum þar sem KR var við stýrið að mestu og hélt sjó og landaði þar 88-80 sigri.
Bikarúrslitin fara fram í Laugardalshöll þann 21. febrúar næstkomandi en öll liðin sem mætast í Höllinni þann daginn eiga það sammerkt að hafa áður í sögu síns félags unnið bikartitilinn.
Undanúrslit kvenna
Grindavík-Njarðvík 81-47 (24-2, 22-10, 10-12, 25-23)
Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 16, María Ben Erlingsdóttir 12/5 fráköst/3 varin skot, Jeanne Lois Figeroa Sicat 9, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 9/15 fráköst, Katrín Ösp Rúnarsdóttir 7, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6/4 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 6, Pálína Gunnlaugsdóttir 5/7 fráköst, Hrund Skuladóttir 5, Kristina King 4, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2/6 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 0/5 stoðsendingar.
Njarðvík: Andrea Björt Ólafsdóttir 15/7 fráköst, Erna Hákonardóttir 11, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 5, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 4/4 fráköst, Andrea Ösp Böðvarsdóttir 4, Júlia Scheving Steindórsdóttir 2, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 2, Svala Sigurðadóttir 2, Björk Gunnarsdótir 2, Eygló Alexandersdóttir 0, María Ben Jónsdóttir 0, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 0.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson
Undanúrslit karla
Mynd/ [email protected] – Petrúnella Skúladóttir sækir að Njarðvíkingum í Röstinni.



