spot_img
HomeFréttirÚrslit: Stórsigrar í úrvalsdeild - Skallagrímur og ÍA taka forystuna í 1....

Úrslit: Stórsigrar í úrvalsdeild – Skallagrímur og ÍA taka forystuna í 1. deild

Í kvöld lauk tuttugustu umferð í Iceland Express deild karla þar sem um þrjá stórsigra var að ræða og þá hófst úrslitakeppnin í 1. deild karla þar sem ÍA tók 0-1 forystu gegn Hamri og Skallagrímur komst í 1-0 gegn Hetti.
Úrslit í IEX deild karla í kvöld:
 
Tindastóll 97-80 Þór Þorlákshöfn
Curtis Allen og Mo Miller gerðu báðir 25 stig í liði Tindastóls. Hjá Þór gerði Darrin Govens 21 stig og Blago Janev bætti við 20 stigum.
 
Valur 72-105 KR
Benedikt Blöndal gerði 14 stig í liði Vals en hjá KR voru þrír jafnir með 14 stig, þeir Robert Ferguson, Emil Þór Jóhannsson og Hreggviður Magnússon.
 
Keflavík 69-94 Stjarnan
Charles Parker gerði 25 stig í liði Keflavíkur en hjá Stjörnunni var Justin Shouse með 20 stig.
 
Úrslit í 1. deild karla í kvöld:
 
Skallagrímur 105-99 Höttur
Darrell Flake gerði 29 stig og tók 17 fráköst hjá Skallagrím en atkvæðamestur í liði Hattar var Trevon Bryant með 23 stig og 17 fráköst.
 
Hamar 79-93 ÍA
Terrence Watson gerði 25 stig og tók 16 fráköst í liði ÍA en hjá Hamri var Louie Kirkman með 19 stig og 9 fráköst.
 
Mynd/ Úr safni: Justin Shouse var stigahæstur Stjörnumanna í Keflavík.
 
Nánar síðar…  
Fréttir
- Auglýsing -