spot_img
HomeFréttirÚrslit: Stólarnir komnir í frí og Þór Þorlákshöfn jafnar metinn

Úrslit: Stólarnir komnir í frí og Þór Þorlákshöfn jafnar metinn

Keflvíkingar slógu rétt í þessu Tindastólsmönnum út úr úrslitakeppninni með þriðja sigri sínum í seríunni, 83-73 eftir spennandi leik. Amid Stevens lauk leik með tröllatvennu eða 29 stig og 23 fráköst. Antonio Hester með 23 stig og 12 fráköst fyrir Stólana.

 

Í Þorlákshöfn jafnaði Þór metinn gegn Grindvíkingum með góðum 88-74 sigri. Tobin Carberry leiddi Þór með 25 stig og Ólafur Ólafsson og Lewis Clinch leiddu Grindvíkinga með 21 stig hvor.

Fréttir
- Auglýsing -