spot_img
HomeFréttirÚrslit: Stjarnan sigraði Tindastól í háspennuleik

Úrslit: Stjarnan sigraði Tindastól í háspennuleik

Stjörnumenn tryggðu sér dramatískan sigur á Tindastól nú rétt í þessu með því að sigra 81:76 í háspennuleik sem réðst á síðustu sekúndum leiksins. Tvö risastór sóknarfráköst frá Tómas Þórði Hilmarssyni vógu þungt á lokakaflanum í sigri Stjörnumanna.  Í öðrum spennuleik í kvöld þá voru það Keflvíkingar sem höfðu tæpan sigur gegn Haukum að Ásvöllum í framlengdum leik 85:88.  Brandon Mobley var að spila sinn fyrsta leik fyrir Hauka og skoraði 25 stig sem dugðu þó ekki. 

 

KR sigraði Þór Þorlákshöfn 81:73 þar sem að KR hafði frumkvæðið í leiknum megnið af tímanum. 

 

Í 1.deild sigruðu Skallagrímur lið Valsmanna 92:78 þar sem að Jean Cadet hlóð í þrennu, 10 fráköst 11 stoðsendingar og 25 stig.  Fjölnismenn sigruðu lið Hamar 91:81 í Hveragerði og í Smáranum stendur yfir leikur Breiðablik og Ármann þar sem að blikar leiða 60:38

Fréttir
- Auglýsing -