spot_img
HomeFréttirÚrslit: Stjarnan síðasta liðið inn í 8-liða úrslit

Úrslit: Stjarnan síðasta liðið inn í 8-liða úrslit

16-liða úrslitum í Poweradebikarkeppni karla er lokið en rétt í þessu var Stjarnan að leggja ÍR í lokaleik 16-liða úrslitanna. Liðin mættust í Ásgarði þar sem Stjarnan hafði betur eftir hörkuleik 95-82. Stjarnan er síðasta liðið inn í 8-liða úrslit áður en dregið verður í 8-liða úrslitum en þó stendur einn leikur út af borðinu en það er viðureign Vals og Snæfells sem verða saman á miða á morgun þegar drátturinn fer fram.
 
 
Þá mættust Haukar og Grindavík í Domino´s deild kvenna í kvöld þar sem Haukar fóru með 73-67 sigur af hólmi.
 
Stjarnan-ÍR 95-82 (20-23, 22-26, 28-15, 25-18)
 
Stjarnan: Justin Shouse 23/5 fráköst, Dagur Kár Jónsson 20/5 fráköst/6 stoðsendingar, Jarrid Frye 18/11 fráköst/6 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 16/4 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 8/8 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 6/10 fráköst, Ágúst Angantýsson 4/8 fráköst, Brynjar Magnús Friðriksson 0, Christopher Sófus Cannon 0, Elías Orri Gíslason 0, Sigurður Dagur Sturluson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0.
ÍR: Trey Hampton 22/15 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 19, Sveinbjörn Claessen 12/4 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 12, Kristján Pétur Andrésson 11/4 fráköst, Hamid Dicko 4, Ragnar Örn Bragason 2, Kristófer Fannar Stefánsson 0, Sæþór Elmar Kristjánsson 0, Þorgrímur Kári Emilsson 0, Daníel Freyr Friðriksson 0, Leifur Steinn Arnason 0.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Tómas Tómasson, Ísak Ernir Kristinsson
Áhorfendur: 201
 
Haukar-Grindavík 73-67 (18-21, 24-16, 16-14, 15-16)

Haukar: LeLe Hardy 31/15 fráköst/5 stoðsendingar, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 14/9 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Guðrún Ósk Ámundadóttir 6/6 fráköst, Inga Rún Svansdóttir 6, Þóra Kristín Jónsdóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 4/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 2, Dagbjört Samúelsdóttir 2, Sólrún Inga Gísladóttir 2, Ruth Gutjahr 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Dýrfinna Arnardóttir 0.
Grindavík: Rachel Tecca 23/12 fráköst/6 stolnir, Pálína Gunnlaugsdóttir 19/7 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 12/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 8/5 stoðsendingar, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 3, Petrúnella Skúladóttir 2/7 fráköst, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 0, Jeanne Lois Figeroa Sicat 0, Hrund Skuladóttir 0, Halla Emilía Garðarsdóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0, Katrín Ösp Rúnarsdóttir 0.
Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Steinar Orri Sigurðsson
 
 
Liðin sem verða í pottinum á morgun í 16-liða úrslitum karla og kvenna þegar dregið verður í Poweradebikarnum:
 
Karlar:
 
Fjölnir
Keflavík
Skallagrímur
KR
Tindastóll
Hamar
Stjarnan
Valur eða Snæfell (verða dregin saman upp á einum miða þar sem fresta varð leik þeirra í dag sökum veðurs).
 
Konur:
 
Haukar
Keflavík
Njarðvík
Grindavík
Breiðablik
KR
Snæfell
Valur/FSu-Hrunamenn (liðin verða dregin saman upp úr pottinum en þau mætast ekki fyrr en 12. desember næstkomandi).
 
Mynd úr safni/ Jón Björn – Frye var ÍR-ingum erfiður í kvöld með 18 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -