spot_img
HomeFréttirÚrslit: Stjarnan og Njarðvík í óskastöðu

Úrslit: Stjarnan og Njarðvík í óskastöðu

Stjarnan og Njarðvík eru með óskastöðu í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla eftir kvöldið en Stjörnumenn lögðu Keflvíkinga öðru sinni og leiða einvígið 2-0 og Njarðvíkingar mörðu Hauka í Hafnarfirði og leiða það einvígi sömuleiðis 2-0. Bæði Stjarnan og Njarðvík þurfa því aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Þá tryggðu Blikar sér oddaleik í undanúrslitum 1. deildar karla með sigri á Fjölni í Smáranum.
 
 
Úrslit kvöldsins:
 
Domino´s deild karla
 
Stjarnan 98-89 Keflavík (Stjarnan leiðir 0-2)
Haukar 84-88 Njarðvík (Njarðvík leiðir 2-0)
 
Stjarnan-Keflavík 98-89 (19-19, 27-13, 24-24, 28-33)
 
Stjarnan: Justin Shouse 28/10 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 22/7 fráköst, Jón Sverrisson 14/7 fráköst, Matthew James Hairston 11/12 fráköst, Dagur Kár Jónsson 10, Sæmundur Valdimarsson 5, Fannar Freyr Helgason 4, Sigurður Dagur Sturluson 3, Daði Lár Jónsson 1, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0.
Keflavík: Darrel Keith Lewis 30/7 fráköst, Valur Orri Valsson 19, Michael Craion 18/13 fráköst, Guðmundur Jónsson 8, Magnús Þór Gunnarsson 7, Arnar Freyr Jónsson 7/7 stoðsendingar, Aron Freyr Kristjánsson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Gunnar Ólafsson 0/5 stoðsendingar, Birkir Örn Skúlason 0, Andri Daníelsson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rognvaldur Hreiðarsson, Davíð Tómas Tómasson
 
Viðureign: 2-0 fyrir Stjörnuna
 
Haukar-Njarðvík 84-88 (25-26, 21-22, 16-25, 22-15)
 
Haukar: Emil Barja 20/5 fráköst/6 stoðsendingar, Terrence Watson 20/18 fráköst/6 stoðsendingar/5 varin skot, Kári Jónsson 11, Þorsteinn Finnbogason 10, Haukur Óskarsson 8/4 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 7, Steinar Aronsson 3, Kristinn Marinósson 3/4 fráköst, Svavar Páll Pálsson 2, Helgi Björn Einarsson 0/4 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 0, Alex Óli Ívarsson 0.
Njarðvík: Tracy Smith Jr. 25/22 fráköst/5 varin skot, Elvar Már Friðriksson 15/7 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 13, Logi Gunnarsson 12/7 fráköst/6 stoðsendingar, Ágúst Orrason 9, Maciej Stanislav Baginski 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 4/5 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 2, Egill Jónasson 1/4 fráköst, Magnús Már Traustason 0, Brynjar Þór Guðnason 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0.
Dómarar: Jón Bender, Björgvin Rúnarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson
 
Viðureign: 0-2 fyrir Njarðvík
 
 
1. deild karla
 
Breiðablik 82-76 Fjölnir (1-1)
 
Breiðablik-Fjölnir 82-76 (27-22, 14-21, 11-13, 30-20)
 
Breiðablik: Þorsteinn Gunnlaugsson 15, Jerry Lewis Hollis 13/11 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 11, Pálmi Geir Jónsson 11, Halldór Halldórsson 10/6 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 9/4 fráköst, Rúnar Pálmarsson 6/6 fráköst, Egill Vignisson 6, Þröstur Kristinsson 1, Ásgeir Nikulásson 0, Ægir Hreinn Bjarnason 0, Haukur Þór Sigurðsson 0.
Fjölnir: Daron Lee Sims 25/10 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 11/5 fráköst, Róbert Sigurðsson 11/5 stoðsendingar, Ólafur Torfason 10/8 fráköst, Páll Fannar Helgason 9/4 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 6, Andri Þór Skúlason 4/5 fráköst, Smári Hrafnsson 0, Þorgeir Freyr Gíslason 0, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 0, Alexander Þór Hafþórsson 0, Bergþór Ægir Ríkharðsson 0.
Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Jón Þór Eyþórsson
Viðureign: 1-1
 
Mynd/ [email protected] – Justin Shouse fór annan leikinn í röð á kostum gegn Keflvíkingum.
  
Fréttir
- Auglýsing -