Stjarnan er komin í úrslit Domino´s deildar karla eftir 3-1 sigur á Snæfell í undanúrslitaeinvígi liðanna. Liðin léku sinn fjórða leik í kvöld í Ásgarði í Garðabæ þar sem lokatölur reyndust 97-84 Stjörnuna í vil.
Það verða því Stjarnan og Grindavík sem leika munu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn þessa leiktíðina. Grindavík fer því í úrslit annað árið í röð og Stjarnan í úrslit í annað sinn á þremur árum.
Nánar síðar…
Mynd/ [email protected] – Stjörnumenn fögnuðu vel og innilega sæti sínu í úrslitum Domino´s deildar karla.



