spot_img
HomeFréttirÚrslit: Stjarnan komin yfir 2-1

Úrslit: Stjarnan komin yfir 2-1

Þriðju undanúrslitaviðureign Snæfells og Stjörnunnar í Domino´s deild karla var að ljúka þar sem Garðbæingar unnu sigur í Stykkishólmi og leiða því einvígið 1-2. Fjórði leikur liðanna fer fram í Ásgarði föstudaginn 12. apríl næstkomandi en þá geta Stjörnumenn með sigri komist í úrslit eða Snæfell jafnað og tryggt sér oddaleik í Stykkishólmi.
 
Lokatölur í Stykkishólmi í kvöld voru 79-93 Stjörnuna í vil þar sem Jarrid Frye gerði 29 stig, tók 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Jovan Zdravevski kom næstur með 21 stig. Hjá Snæfell var Ryan Amoroso með 21 stig og 9 fráköst og Sigurður Þorvaldsson gerði 20 stig og tók 6 fráköst.
 
Snæfell-Stjarnan 79-93 (27-22, 14-35, 21-17, 17-19)
 
 
Snæfell: Ryan Amaroso 21/9 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 20/6 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 12, Hafþór Ingi Gunnarsson 10/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 2, Stefán Karel Torfason 2, Ólafur Torfason 2, Kristinn Einar Guðmundsson 0, Jóhann Kristófer Sævarsson 0, Óttar Sigurðsson 0, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0.
 
Stjarnan: Jarrid Frye 29/9 fráköst, Jovan Zdravevski 21/4 fráköst, Brian Mills 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 12/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 9, Fannar Freyr Helgason 4/6 fráköst, Dagur Kár Jónsson 3, Kjartan Atli Kjartansson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Sæmundur Valdimarsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0.
 
Mynd/ Heiða – Jarrid Frye fór fyrir Garðbæingum í Stykkishólmi í kvöld.
  
Fréttir
- Auglýsing -