spot_img
HomeFréttirÚrslit: Stjarnan í Höllina!

Úrslit: Stjarnan í Höllina!

Í þriðja sinn á sex árum er Stjarnan á leið í bikarúrslit í Laugardalshöll. Garðbæingar mörðu spennusigur á Skallagrím í Fjósinu í kvöld og tryggðu sér þannig miðann í úrslitaleikinn. Lokatölur 97-102 í Borgarnesi.
 
 
Borgnesingar eygðu nokkrum sinnum von en grófu sér djúpa holu í síðari hálfleik sem þeir áttu í basli með að fylla upp í að nýju. Justin Shouse fór fyrir Stjörnunni með 31 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar en Tracy Smith var með 29 stig og 9 fráköst í liði Skallagríms og Sigtryggur Arnar Björnsson bætti við 26 stigum og 6 stoðsendingum.
 
Tölfræði leiksins
  

*Ath að leikmaður nr. 14 hjá Stjörnunni er skráður Jarrid Frye en þetta er að sjálfsögðu nýjasti liðsmaður Stjörnunnar, Jeremy Atkinson.

 
Mynd/ Jón Björn – Stjörnumenn fögnuðu vel og innilega í Borgarnesi í kvöld.
Fréttir
- Auglýsing -