Viðureign Íslands og Spánar var að ljúka á EuroBasket þar sem Spánverjar höfðu 73-99 sigur á íslenska liðinu. Mjótt var á munum í hálfleik en í þriðja leikhluta settu Spánverjar 33 stig yfir íslensku vörnina og okkar menn áttu ekki afturkvæmt eftir það.
Jón Arnór Stefánsson gerði 17 stig í dag, tók 4 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Haukur Helgi Pálsson bætti við 14 stigum, 2 fráköst og 2 stoðsendingum og Pavel Ermolinski gerði 12 stig og tók 3 fráköst. Það verður ekki sagt nægilega oft hve flott liðið okkar í raun og veru er en við bætum því við enn eina ferðina! Þeir eru kyngimagnaðir.
Íslenska liðið er að leika í sögulega sterkum riðli og okkar menn eru að eiga stórglæsilegar rispur gegn stórþjóðunum sem oftar en ekki þurfa drjúgan tíma til þess að ráða kóðana okkar.
Nánar síðar…



