spot_img
HomeFréttirÚrslit: Snæfell og Haukar leika til úrslita

Úrslit: Snæfell og Haukar leika til úrslita

Það verða deildarmeistarar Snæfells og Haukar sem leika munu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í Domino´s deild kvenna þetta tímabilið. Snæfell var rétt í þessu að leggja Val 72-66 í oddaviðureign liðanna í Stykkishólmi. Hólmarar þjöppuðu sér saman og innbyrtu sigur þar sem fjórir leikmenn liðsins voru með tvennu og þá lék Snæfells án Chynna Brown sem er fjarverandi sökum meiðsla.
 
 
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir var stigahæst hjá Snæfell með 21 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar en Anna Martin var með 24 stig og 7 fráköst í liði Vals. Þá voru þær Hildur Sigurðardóttir, Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir einnig allar með tvennu í liði Snæfells.
 
Í kvöld gerðist það að Sigmundur Már Herbertsson annar tveggja dómara leiksins varð snemma frá að víkja sökum meiðsla. Eftirlitsdómari leiksins og formaður dómaranefndar, Rúnar Birgir Gíslason, hljóp í skarðið og kláraði leikinn fyrir Sigmund.
 
Snæfell-Valur 72-66 (21-25, 18-17, 13-11, 20-13)
 
Snæfell: Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 21/12 fráköst/6 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 19/11 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 15/13 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 14/11 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 3/7 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0, Edda Bára Árnadóttir 0, Eva Margrét Kristjánsdóttir 0.
Valur: Anna Alys Martin 24/7 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 14/6 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 13/8 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 5/7 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 4/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 3, Ragnheiður Benónísdóttir 2/4 fráköst/4 varin skot, María Björnsdóttir 1, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Rut Herner Konráðsdóttir 0, Margrét Ósk Einarsdóttir 0, Hallveig Jónsdóttir 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson
 
Mynd úr safni/ Guðrún Gróa var atkvæðamest í liði Snæfells í kvöld. 
Fréttir
- Auglýsing -