Snæfell verður á toppnum um jólin með 22 stig eftir frækinn 94-80 sigur á KR í kvöld. Pálmi Freyr Sigurgeirsson tók leikinn í sínar hendur í liði meistaranna og lauk leik með 28 stig. Þá var Semaj Inge hetja Hauka í Jakanum á Ísafirði er hann setti niður flautukörfu, Stjarnan skellti Hamri, Grindavík lagði Keflavík í Suðurnesjaglímu, ÍR hrökk í gír og lagði Fjölni og Tindastóll lagði Njarðvík í Síkinu. Nú er komið jólafrí í úrvalsdeild karla og kvenna og hefjast leikar að nýju í janúar.
KFÍ 75-77 Haukar
Semaj Inge var hetja Hauka er hann skoraði um leið og flautan gall. Inge var með 34 stig og 8 fráköst í leiknum. Hjá KFÍ var Nebojsa Knezevic atkvæðamestur með 18 stig.
Stjarnan 83-62 Hamar
Justin Shouse gerði 21 stig í liði Stjörnunnar en atkvæðamestur hjá Hamri í kvöld var Ellert Arnarson með 18 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.
Grindavík 79-75 Keflavík
Ármann Vilbergsson gerði 15 stig í liði Grindavíkur en hjá Keflavík var Hörður Axel Vilhjálmsson með 18 stig.
ÍR 107-99 Fjölnir
Kristinn Jónasson var með 22 stig og 9 fráköst hjá ÍR en í liði Fjölnis var Ben Stywall með 24 stig og 14 fráköst.
Tindastóll 78–65 Njarðvík
Hayward Fain með 26 stig og 15 fráköst hjá Stólunum en í liði Njarðvíkinga var Christopher Smith með 17 stig.
Snæfell 94-80 KR
Pálmi Freyr Sigurgeirsson fór mikinn á lokasprettinum með 28 stig í liði Snæfells en stigahæstur KR-inga var Hreggviður Magnússon með 15 stig.
Nánar um leiki kvöldsins síðar…
Ljósmynd/ Pálmi Freyr og Hólmarar skelltu KR í Hólminum.




