Einn leikur fór fram í Domino´s deild karla í kvöld þegar Snæfell og Grindavík mættust í Stykkishólmi. Heimamenn í Snæfell hafa ekki sýnt sparihliðarnar í upphafi tímabils en lögðu ríkjandi meistara Grindavíkur í kvöld 88-80.
Sigurður Þorvaldsson var stigahæstur í liði Snæfells með 23 stig og 12 fráköst en hjá Grindvíkingum var Sigurður Þorsteinsson með 21 stig og 11 fráköst.
Snæfell-Grindavík 88-80 (22-20, 20-13, 21-15, 25-32)
Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 23/12 fráköst, Vance Cooksey 19/10 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Jón Ólafur Jónsson 17/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 10/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 8/4 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 5/8 fráköst, Finnur Atli Magnússon 4, Þorbergur Helgi Sæþórsson 2, Hafþór Ingi Gunnarsson 0, Jóhann Kristófer Sævarsson 0, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 0, Snjólfur Björnsson 0.
Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/11 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 16/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 16/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 11/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/6 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 6, Björn Steinar Brynjólfsson 2, Jón Axel Guðmundsson 1/4 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Ármann Vilbergsson 0.
Mynd úr safni: Ómar Örn/ Sigurður Á. Þorvaldsson splæsti í tvennu fyrir Snæfell í kvöld.



