Snæfell er Íslandsmeistari í Domino´s-deild kvenna þriðja árið í röð eftir sigur á Haukum í oddaviðureign liðanna! Lokatölur 59-67 Snæfell í vil. Þar með varð Snæfell aðeins fjórða kvennaliðið í íslenskum körfuknattleik til þess að vinna það afrek að verða Íslandsmeistari þrjú ár í röð. Til hamingju Hólmarar!
Sem fyrr var það Haiden Palmer sem fór fyrir liði Snæfells með 21 stig, 12 fráköst og 3 stoðsendingar en Helena Sverrisdóttir gerði 26 stig, tók 17 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í liði Hauka.
Haukar-Snæfell 59-67 (15-18, 6-13, 12-10, 26-26)
Haukar: Helena Sverrisdóttir 26/17 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10/7 fráköst/3 varin skot, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 8/5 fráköst/3 varin skot, Pálína María Gunnlaugsdóttir 5/8 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5, Sólrún Inga Gísladóttir 3, Dýrfinna Arnardóttir 2, Shanna Dacanay 0, Hanna Þráinsdóttir 0, María Lind Sigurðardóttir 0/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0.
Snæfell: Haiden Denise Palmer 21/12 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 14/9 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 12, Berglind Gunnarsdóttir 11/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 3/3 varin skot, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, María Björnsdóttir 2, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2, Erna Hákonardóttir 0, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0/5 fráköst.
Viðureign: 2-3
Mynd/ Símon B. Hjaltalín