spot_img
HomeFréttirÚrslit: Snæfell bikarmeistari í fyrsta sinn!

Úrslit: Snæfell bikarmeistari í fyrsta sinn!

Snæfell er Poweradebikarmeistari kvenna 2016 eftir 78-70 sigur á Grindavík í úrslitaleik liðanna í Laugardalshöll. Snæfell var ávalt við stýrið í leiknum og vann verðskuldaðan sigur. Grindvíkingar gerðu nokkrar góður atlögur að Hólmurum en máttu fella sig við silfrið.

Haiden Palmer og Gunnhildur Gunnarsdóttir voru báðar með 23 stig í liði Snæfells en Palmer var með tuddalega þrennu því hún tók líka 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hjá Grindavík var Whitney Frazier með 32 stig og 16 fráköst. 

 

Nánar um leikinn síðar…

Fréttir
- Auglýsing -