Snæfell tryggði sig inn í 8-liða úrslitin fyrr í kvöld með sigri á 1. deildarliði Vals, 69-80. Valur var lengi vel með yfirhöndina í leiknum og var t.a.m. 14 stiga munur Val í hag eftir fyrsta leikhluta. Snæfell náði þó að rétta úr kútnum í öðrum hluta en Valsarar voru enn erfiðið viðureignar í þeim þriðja. Það var svo góður sprettur Snæfells í lokafjórðungnum sem breikkaði bilið á milli liðanna og úrvalsdeildarliðið tryggði sér sigurinn.
Valur-Snæfell 69-80 (28-14, 8-24, 17-20, 16-22)
Valur: Danero Thomas 22/11 fráköst/5 stolnir, Illugi Auðunsson 13/16 fráköst/4 varin skot, Bjarni Geir Gunnarsson 8, Kormákur Arthursson 8, Benedikt Blöndal 6, Þorbergur Ólafsson 6/4 fráköst, Þorgrímur Guðni Björnsson 5/7 fráköst, Sigurður Rúnar Sigurðsson 1, Ingimar Aron Baldursson 0, Jens Guðmundsson 0.
Snæfell: Christopher Woods 30/16 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 15/9 fráköst, Stefán Karel Torfason 14/12 fráköst, Snjólfur Björnsson 13, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Austin Magnus Bracey 3, Sveinn Arnar Davíðsson 0, Sindri Davíðsson 0, Almar Njáll Hinriksson 0, Jóhann Kristófer Sævarsson 0, Hafsteinn Helgi Davíðsson 0, Finnbogi Þór Leifsson 0.
Mynd: Chris Woods var með 30 stig og 16 fráköst í sigri Snæfells á Val í kvöld. Hér í leik gegn Tindastóli á Sauðárkróki. (Hjalti Árna)



