spot_img
HomeFréttirÚrslit: Snæfell á toppinn með öðrum sigri

Úrslit: Snæfell á toppinn með öðrum sigri

 
Önnur umferð Iceland Express deildar kvenna hófst í kvöld þar sem Snæfell tók á móti Haukum í Stykkishólmi. Lokatölur voru 73-69 Snæfell í vil sem tróna nú á toppi deildarinnar. Umferðin heldur svo áfram annað kvöld.
Kieraah Marlow var stigahæst í liði Snæfells með 24 stig og 7 fráköst og Hildur Sigurðardóttir bætti við 18 stigum og 12 fráköstum. Hjá Haukum var Íris Sverrisdóttir með 19 stig og 3 fráköst.
 
Mynd/ Ingi Þór og Snæfellskonur eru á toppi Iceland Express deildar kvenna.
Fréttir
- Auglýsing -