spot_img
HomeFréttirÚrslit: Snæfell 1-0 Keflavík

Úrslit: Snæfell 1-0 Keflavík

Íslands- og deildarmeistarar Snæfells hafa tekið 1-0 forystu í úrslitaeinvíginu gegn Keflavík í Domino´s-deild kvenna en fyrsta viðureign liðanna fór fram í Stykkishólmi í kvöld. Flestir héldu að Hólmarar hefðu lagt grunninn að sigri sínum í þriðja leikhluta þegar Snæfell hélt Keflavík í aðeins 5 stigum allan leikhlutann! Versti leikhluti Keflavíkur á tímabilinu því staðreynd. Keflvíkingar gyrtu í brók og komust yfir 74-73 en það var Hildur Sigurðardóttir sem kláraði leikinn á vítalínunni 75-74. Carmen Tyson-Thomas fékk lokaskotið fyrir Keflavík en það vildi ekki niður.

Háspenna í Hólminum í kvöld þar sem Kristen Denise McCarthy gerði 32 stig og tók 12 fráköst í liði Snæfells en Carmen Tyson-Thomas var með 28 stig, 13 fráköst og 3 stoðsendingar í liði Keflvíkinga. 

Þriðja viðureign liðanna fer fram næsta föstudag á heimavelli Keflavikur.

Snæfell-Keflavík 75-74 (22-18, 18-27, 16-5, 19-24)
Snæfell:
Kristen Denise McCarthy 32/12 fráköst/5 stolnir, Hildur Sigurðardóttir 21/6 fráköst/7 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 10/4 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/5 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4/4 fráköst, María Björnsdóttir 3/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 0/5 fráköst, Silja Katrín Davíðsdóttir 0, Rósa Indriðadóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Berglind Gunnarsdóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0.
Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 28/13 fráköst/7 stolnir, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 15/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 15/4 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 6/10 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 5/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 5/6 fráköst, Lovísa Falsdóttir 0, Hallveig Jónsdóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Marín Laufey Davíðsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0.
 

Fréttir
- Auglýsing -