Skallagrímur er svo gott sem orðinn deildarmeistari í 1. deild kvenna eftir 56-62 spennusigur á KR í DHL-Höllinni í kvöld. Með sigrinum settu Borgnesingar 12 stig á milli sín og KR sem þýðir að bara Njarðvík getur komist yfir Skallagrím með því að vinna alla leiki sína og Skallagrímur tapa rest. Líkurnar eru því varla með Njarðvíkingum en ekki verður hægt að kalla Skallagrím deildarmeistara fyrr en eftir einn sigurleik til viðbótar.
Sólrún Sæmundsdóttir var atkvæðamest í liði Skallagríms í kvöld með 17 stig en Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir gerði 19 stig og tók 17 fráköst í liði KR.
KR-Skallagrímur 56-62 (12-20, 20-13, 14-19, 10-10)
KR: Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 19/17 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 14/10 fráköst/5 stoðsendingar, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 10, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 6/6 fráköst, Rannveig Ólafsdóttir 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Margrét Blöndal 2, Ásta Júlía Grímsdóttir 0/6 fráköst, Ástrós Lena Ægisdóttir 0, Kristjana Pálsdóttir 0.
Skallagrímur: Sólrún Sæmundsdóttir 17/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 13/5 stoðsendingar, Guðrún Ósk Ámundadóttir 10/4 fráköst/6 stoðsendingar, Hanna Þráinsdóttir 6/9 fráköst, Erikka Banks 5/9 fráköst/3 varin skot, Þóra Kristín Jónsdóttir 5, Ka-Deidre J. Simmons 4, Regína Ösp Guðmundsdóttir 2/5 fráköst, Edda Bára Árnadóttir 0, Gunnfríður lafsdóttir 0, Melkorka Sól Péturdóttir 0, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 0.
Mynd/ Bára Dröfn – Frá viðureign KR og Skallagríms í 1. deild kvennaí kvöld.



