spot_img
HomeFréttirÚrslit: Skallagrímur og Fjölnir fallin í 1. deild

Úrslit: Skallagrímur og Fjölnir fallin í 1. deild

Í kvöld lauk 21. umferð í Domino´s deild karla. ÍR burstaði Skallagrím og sendi þar með Borgnesinga og Fjölni niður í 1. deild og eins og gefur að skilja björguðu sínu eigin sæti í úrvalsdeild. Keflavík lagði Snæfell og meinaði Hólmurum fyrir vikið aðgangi að úrslitakeppninni og Njarðvík vann öruggan sigur á Stjörnunni og hafði þar til baka innbyrðisviðureignina og tryggði þannig að Stjarnan kæmist ekki upp fyrir sig í lokaumferð deildarinnar. Næstkomandi fimmtudag fer lokaumferð deildarinnar fram og þá ræðst endanlega hvernig úrslitakeppnin verður skipuð en það getur ýmislegt breyst í sætum þrjú til átta.
 
 
Úrslit kvöldsins í Domino´s deild karla
 
ÍR 99-73 Skallagrímur
Keflavík 95-83 Snæfell
Njarðvík 101-88 Stjarnan
 
Eftir leiki kvöldsins er þetta staðan
 
1. KR er deildarmeistari
2. Tindastóll mun ljúka keppni í 2. sæti
3.-8 Haukar, Njarðvík, Keflavík, Stjarnan, Grindavík og Þór Þorlákshöfn eru liðin sem skipa munu úrslitakeppnina í ár með vitaskuld KR og Tindastól. 
9.-10. Snæfell og ÍR eru liðin sem sitja eftir, halda sínu sæti í deild en taka ekki þátt í úrslitakeppninni.
11.-12. Fjölnir og Skallagrímur eiga vissulega tvö stig í pottinum en eru fallin í 1. deild sama hvað gengur á í næstu umferð.
  
 
Keflavík-Snæfell 95-83 (23-13, 27-32, 18-12, 27-26)
 
Keflavík: Damon Johnson 23/10 fráköst/3 varin skot, Davon Usher 21/5 fráköst, Valur Orri Valsson 14, Guðmundur Jónsson 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Arnar Freyr Jónsson 8/4 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 6, Reggie Dupree 5, Gunnar Einarsson 3, Andrés Kristleifsson 2, Þröstur Leó Jóhannsson 2/9 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2, Hilmir Gauti Guðjónsson 0.
Snæfell: Christopher Woods 20/14 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 19/9 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14/7 fráköst, Austin Magnus Bracey 12/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 8/7 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 6/5 fráköst, Snjólfur Björnsson 4, Jón Páll Gunnarsson 0, Sindri Davíðsson 0, Viktor Marínó Alexandersson 0, Óli Ragnar Alexandersson 0.
 
 
ÍR-Skallagrímur 99-73 (25-17, 26-16, 18-20, 30-20)
 
ÍR: Trey Hampton 31/13 fráköst, Ragnar Örn Bragason 15/12 fráköst, Sveinbjörn Claessen 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 12/4 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 10, Matthías Orri Sigurðarson 7/6 fráköst/11 stoðsendingar, Pálmi Geir Jónsson 5/6 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 2, Hamid Dicko 2, Friðrik Hjálmarsson 2, Kristófer Fannar Stefánsson 0, Daníel Freyr Friðriksson 0.
Skallagrímur: Tracy Smith Jr. 18, Daði Berg Grétarsson 17/6 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 15/5 stoðsendingar, Sigtryggur Arnar Björnsson 9, Páll Axel Vilbergsson 5/10 fráköst, Trausti Eiríksson 4, Davíð Ásgeirsson 3, Egill Egilsson 2, Atli Aðalsteinsson 0, Davíð Guðmundsson 0.
 
 
Njarðvík-Stjarnan 101-88 (22-22, 28-17, 27-23, 24-26)
 
Njarðvík: Stefan Bonneau 41/8 fráköst/9 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 18, Mirko Stefán Virijevic 14/14 fráköst, Elvar Már Friðriksson 10, Ágúst Orrason 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 6/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5, Maciej Stanislav Baginski 0, Magnús Már Traustason 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0, Snorri Hrafnkelsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0.
Stjarnan: Jeremy Martez Atkinson 26/9 fráköst, Marvin Valdimarsson 18/6 fráköst, Justin Shouse 18/7 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 11/10 fráköst, Dagur Kár Jónsson 8, Sigurður Dagur Sturluson 4, Daði Lár Jónsson 3, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Elías Orri Gíslason 0, Brynjar Magnús Friðriksson 0.
 
Staðan í Domino´s deild karla eftir 21. umferð
Deildarkeppni
Nr. Lið L U T S Stig/Fen Stg í L/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1. KR 21 19 2 38 2077/1734 98.9/82.6 11/0 8/2 102.8/81.9 94.6/83.3 4/1 8/2 +3 +11 +1 3/2
2. Tindastóll 21 16 5 32 1979/1806 94.2/86.0 10/1 6/4 95.8/80.9 92.5/91.6 4/1 7/3 +2 +1 +2 5/1
3. Njarðvík 21 13 8 26 1857/1763 88.4/84.0 7/4 6/4 87.5/83.7 89.4/84.2 3/2 7/3 +2 +1 +4 0/1
4. Haukar 21 12 9 24 1868/1770 89.0/84.3 8/2 4/7 90.1/80.0 87.9/88.2 4/1 5/5 -1 +3 -1 4/3
5. Keflavík 21 11 10 22 1791/1814 85.3/86.4 8/3 3/7 89.7/85.9 80.4/86.9 3/2 5/5 +3 +2 +1 3/3
6. Stjarnan
Fréttir
- Auglýsing -