spot_img
HomeFréttirÚrslit: Skallagrímur í Domino´s-deildina!

Úrslit: Skallagrímur í Domino´s-deildina!

Skallagrímur mun leika í Domino´s-deild karla á næstu leiktíð eftir öflugan 75-91 sigur á Fjölni í oddaviðureign liðann í Dalhúsum í kvöld. Borgnesingar tóku ansi myndarlegan lokasprett í leiknum og unnu fjórða leikhluta 16-33 en þrír fyrstu leikhlutarnir voru háspenna af bestu gerð, hnífjafnt á öllum tölum og hraður bolti í gangi. Magnað einvígi að baki hjá þessum liðum en Borgnesingar arka áfram í Domino´s-deildina ásamt Þór Akureyri á meðan Fjölnir má fella sig við það að vera áfram í 1. deild á næstu leiktíð.

Kristófer Gíslason var maður leiksins en hann gerði 24 stig fyrir Skallagrím og hefur vaxið gríðarlega í úrslitakeppninni. Jean Rony Cadet mætti svo með tröllatvennu en hann gerði 22 stig og tók 22 fráköst fyrir Borgnesinga. Hjá Fjölni var Collin Pryor með 23 stig og 12 fráköst og þá var Róbert Sigurðsson með 13 stig og 9 stoðsendingar. 

 

Fjölnir-Skallagrímur 75-91 (19-19, 22-21, 18-18, 16-33)

 

Fjölnir: Collin Anthony Pryor 23/12 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 14/5 fráköst/5 stoðsendingar, Róbert Sigurðsson 13/5 fráköst/9 stoðsendingar, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 8, Egill Egilsson 6/8 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 5, Sindri Már Kárason 4/5 fráköst, Þorgeir Freyr Gíslason 2, Alexander Þór Hafþórsson 0, Smári Hrafnsson 0, Valur Sigurðsson 0, Árni Elmar Hrafnsson 0. 

Skallagrímur: Kristófer Gíslason 24/6 fráköst, Jean Rony Cadet 22/22 fráköst/6 stoðsendingar/5 varin skot, Sigtryggur Arnar Björnsson 14/4 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 11/6 fráköst, Hamid Dicko 7/5 stoðsendingar, Hjalti Ásberg Þorleifsson 5, Kristján Örn Ómarsson 5, Davíð Ásgeirsson 3, Bjarni Guðmann Jónson 0, Þorsteinn Þórarinsson 0, Davíð Guðmundsson 0, Guðbjartur Máni Gíslason 0.   

 

Viðureign: 2-3

Fréttir
- Auglýsing -