Í kvöld lauk 21. umferð í Domino´s-deild karla þar sem Haukar og Keflavík nældu sér í tvö sterk stig en Haukar unnu sinn sjöunda deildarleik í röð og eru óumdeilt heitasta lið landsins. Keflavík vann ÍR 98-78 og Haukar sluppu með skrekkinn í Ljónagryfjunni 79-85 gegn Njarðvík eftir að hafa kastað frá sér rúmlega 20 stiga forystu.
Þar með er aðeins ein umferð eftir í deildinni og fer hún fram næsta fimmtudag en þá fer fram heil umferð og ljóst að það verður svaðalegt fjör á ferðinni.
Úrslit kvöldsins í Domino´s-deild karla
Njarðvík 79-85 Haukar
Keflavík 98-78 ÍR
Keflavík-ÍR 100-80 (26-19, 25-19, 25-20, 24-22)
Keflavík: Magnús Már Traustason 19/7 fráköst, Jerome Hill 17/8 fráköst/5 stoðsendingar, Ágúst Orrason 13, Guðmundur Jónsson 13/5 fráköst, Valur Orri Valsson 12/4 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 9/5 fráköst, Andrés Kristleifsson 7/5 fráköst, Daði Lár Jónsson 5, Magnús Þór Gunnarsson 3, Reggie Dupree 2, Arnór Ingi Ingvason 0, Kristján Örn Rúnarsson 0.
ÍR: Eyjólfur Ásberg Halldórsson 17, Sæþór Elmar Kristjánsson 14/4 fráköst, Sveinbjörn Claessen 12/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 11, Vilhjálmur Theodór Jónsson 11, Trausti Eiríksson 6/6 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 6, Daði Berg Grétarsson 2, Hákon Örn Hjálmarsson 1, Haraldur Bjarni Davíðsson 0, Sigvaldi Eggertsson 0, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 0.
Njarðvík-Haukar 79-85 (24-29, 11-27, 25-19, 19-10)
Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 23/11 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Maciej Stanislav Baginski 20/5 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 14, Oddur Rúnar Kristjánsson 9, Adam Eiður Ásgeirsson 5, Ólafur Helgi Jónsson 5, Snjólfur Marel Stefánsson 3/6 fráköst, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Hilmar Hafsteinsson 0, Oddur Birnir Pétursson 0, Páll Kristinsson 0.
Haukar: Brandon Mobley 21/10 fráköst, Kristinn Marinósson 18, Haukur Óskarsson 14/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 11/8 fráköst/4 varin skot, Hjálmar Stefánsson 10/7 fráköst, Kári Jónsson 8/8 stoðsendingar, Emil Barja 3, Jón Ólafur Magnússon 0, Ívar Barja 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Kristinn Jónasson 0, Guðni Heiðar Valentínusson 0.



