spot_img
HomeFréttirÚrslit: Seiglan í Borgarnesi tók 1-0 forystu!

Úrslit: Seiglan í Borgarnesi tók 1-0 forystu!

Skallagrímur vann þvílíkan seiglusigur á Fjölni í fyrstu viðureign liðanna í úrslitum 1. deildar en leiknum var að ljúka rétt í þessu í Dalhúsum. Heimamenn í Fjölni misstu frá sér 10 stiga forystu á síðustu fimm mínútum leiksins og Borgnesingar gáfust aldrei upp, söxuðu niður forskotið jafnt og þétt, unnu síðustu fimm mínútur leiksins 8-20 og leikinn 79-81!

Liðin mætast öðru sinni í Borgarnesi þann 17. apríl næstkomandi en vinna þarf þrjá leiki til þess að hafa sigur í einvíginu og þar með vinna sér sæti í úrvalsdeild. 

 

Fjölnir-Skallagrímur 79-81 (18-17, 18-18, 24-16, 19-30)

 

Fjölnir: Collin Anthony Pryor 21/19 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 20/5 fráköst/3 varin skot, Garðar Sveinbjörnsson 8, Sindri Már Kárason 7/5 fráköst/5 stoðsendingar/5 varin skot, Róbert Sigurðsson 6/6 fráköst/6 stoðsendingar, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 5, Þorgeir Freyr Gíslason 3, Egill Egilsson 3/6 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 3, Valur Sigurðsson 3, Alexander Þór Hafþórsson 0, Smári Hrafnsson 0. 

Skallagrímur: Jean Rony Cadet 23/13 fráköst/3 varin skot, Sigtryggur Arnar Björnsson 20/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hafþór Ingi Gunnarsson 9, Davíð Ásgeirsson 9/11 fráköst, Hamid Dicko 7, Kristján Örn Ómarsson 6, Davíð Guðmundsson 3, Þorsteinn Þórarinsson 2/4 fráköst, Atli Aðalsteinsson 2, Kristófer Gíslason 0, Hjalti Ásberg Þorleifsson 0, Bjarni Guðmann Jónson 0.    

 

Viðureign: 0-1

 

Mynd/ [email protected] – Borgnesingar fögnuðu vel og innilega í leikslok í Dalhúsum.

Fréttir
- Auglýsing -