spot_img
HomeFréttirÚrslit Reykjavíkurmótsins í kvöld

Úrslit Reykjavíkurmótsins í kvöld

 
Tveir leikir fóru fram í Reykjavíkurmótinu í gærkvöldi, KR skellti ÍR 102-62 þar sem nokkra sterka pósta vantaði í lið ÍR. Þá hafði Fjölnir betur gegn Valsmönnum 96-83. Þá er ljóst að Fjölnir og KR munu leika til úrslita um Reykjavíkurmeistaratitilinn.
ÍR og Valur munu mætast í leik um 3. sætið og hefst hann kl. 17:15 í Dalhúsum í Grafarvogi og þar strax á eftir eða kl. 19:00 mætast Fjölnir og KR og vísast verða KR-ingar án Pavels Ermolinskij í kvöld því kappinn hefur boðað sig á Styrktarleikinn sem fram fer í Borgarnesi í til handa Rósu Jósefsdóttur sem glímir við bráðahvítblæði.
 
Báðir leikirnir í Reykjavíkurmótinu í kvöld verða svo í beinni netútsendingu hjá Fjölnir TV
 
Fréttir
- Auglýsing -