spot_img
HomeFréttirÚrslit: Portúgal hélt út

Úrslit: Portúgal hélt út

Ísland og Portúgal mættust í forkeppni EuroBasket 2017 í kvöld. Þær portúgölsku höfðu að endingu betur 68-56 eftir mikinn slag. Helena Sverrisdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 17 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar og þá var Sigrún Sjöfn Ámundadóttir með 12 stig og 3 fráköst.

Íslenska liðið gerði einfaldlega of mörg mistök í dag, töpuðu boltanum 24 sinnum en börðust eins og ljón í frákastabaráttunni og unnu hana 47-40! Skotin í teignum voru ekki að detta og þetta átti einfaldlega ekki að falla með okkar konum í kvöld sem léku glimrandi vörn í 30 mínútur en í fjórða og síðasta leikhluta var nokkuð gengið á tankinn og Portúgalir kláruðu verkið. 

 

Helstu tölur leiksins

 

Nánar síðar…

 

Mynd/ [email protected] – Helena skilaði af sér 17 stigum, 12 fráköstum og 5 stoðsendingum í sínum sextugasta landsleik fyrir Íslands hönd. 

Fréttir
- Auglýsing -