Heil umferð fór fram í 1. deild karla í kvöld þar sem Eric Palm kláraði Hamar með flautukörfu í fyrsta sigri Þórs í deildinni þetta tímabilið. Þá hélt KFÍ sigurgöngu sinni áfram og vann sinn áttunda deildarsigur í röð með 75-91 sigri gegn Hetti á Egilsstöðum.
Úrslit kvöldsins í 1. deild karla
Breiðablik 88-65 ÍA
Arnar Pétursson gerði 28 stig og tók 4 fráköst í liði Blika en hjá ÍA var Terrence Watson með 18 stig og 18 fráköst.
Ármann 88-104 FSu
Jón Rúnar Arnarson gerði 24 stig í liði Ármenninga en hjá FSu var Sæmundur Valdimarsson með 31 stig og 11 fráköst.
Þór Akureyri 83-80 Hamar
Eric Palm var hetja Þórsara er hann skoraði síðustu stig leiksins fyrir utan þriggja stiga línuna og tryggði Þór sigurinn í sínum fyrsta leik á Íslandi þetta tímabilið. Palm gerði 22 stig fyrir Þór í leiknum og gaf 4 stoðsendingar en hjá Hamri var Brandon Cotton með 25 stig.
ÍG 58-81 Skallagrímur
Dominique Holmes geðri 16 stig og tók 7 fráköst í liði Skallagríms í leik þar sem Hörður Helgi Hreiðarsson snéri aftur eftir meiðsli og splæsti í 4 stig fyrir Skallana á rúmum 14 mínútum. Hjá ÍG var Ásgeir Ásgeirsson með 16 stig og 11 fráköst.
Höttur 75-91 KFÍ
Öruggur sigur hjá Ísfirðingum í toppslag 1. deildar þar sem sex leikmenn liðsins gerðu 10 stig eða meira og þeirra atkvæðamestur var Ari Gylfason með 22 stig. Hjá Hetti var Michael Sloan stigahæstur með 29 stig og 11 fráköst en liðin mætast aftur í deildinni á morgun.
Staðan í 1. deild karla
Deildarkeppni
| Nr. | Lið | L | U | T | S | Stig/Fen | Sti m/Fen m | Heima s/t | Úti s/t | Stig heima s/f | Stig úti s/f | Síðustu 5 | Síð 10 | Form liðs | Heima í röð | Úti í röð | JL |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ![]() |
KFÍ | 8 | 8 | 0 | 16 | 777/618 | 97.1/77.3 | 4/0 | 4/0 | 94.0/76.0 | 100.3/78.5 | 5/0 | 8/0 | 8 | 4 | 4 | 1/0 |
2. ![]() |
Skallagrímur | 8 | 6 | 2 | 12 | 715/650 | 89.4/81.3 | 2/1 | 4/1 | 90.0/84.0 | 89.0/79.6 | 3/2 | 6/2 | 3 | 1 | 2 | 0/0 |
3. ![]() |
Höttur | 7 | 5 | 2 | 10 | 591/551 | 84.4/78.7 | 2/2 | 3/0 | 88.8/82.5 | 78.7/73.7 | 4/1 | 5/2 | -1 | -1 | 3 | 2/0 |
4. (1) |
Breiðablik | 8 | 5 | 3 | 10 | 732/695 | 91.5/86.9 | 3/1 | 2/2 | 91.0/82.8 | 92.0/91.0 | 3/2 | 5/3 | 1 | 3 | -2 | 1/1 |
5. (1) |
Hamar | 8 | 4 | 4 | 8 |
|



(1)
