spot_img
HomeFréttirÚrslit: Öruggt hjá Keflavík í Frystikistunni

Úrslit: Öruggt hjá Keflavík í Frystikistunni

Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarkeppninni í kvöld, Keflavík vann öruggan 49-79 útisigur á Hamri kvennamegin en karlamegin marði KR 86-77 sigur á ÍR.

Ægir Þór Steinarsson var stigahæstur í sigurliði KR með 24 stig og næstur honum var Vilhjálmur Kári Jensson með 19 stig. Hjá ÍR var Oddur Rúnar Kristjánsson stigahæstur með 19 stig og Sveinbjörn Claessen gerði 16. 

Íris Ásgeirsdóttir var stigahæst Hvergerðinga í tapinu gegn Keflavík með 13 stig en Melissa Zoming var með 15 stig í liði Keflavíkur. 

Mynd/ Marín Laufey gerði 8 stig gegn fyrrum liðsfélögum sínum í Hamri.

Fréttir
- Auglýsing -