spot_img
HomeFréttirÚrslit: Njarðvíkingar í undanúrslit

Úrslit: Njarðvíkingar í undanúrslit

Uppselt og stemmning allan tímann. Það vantaði ekki fjörið í Ljónagryfjuna í dag þegar Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Domino´s-deildar karla með 92-73 sigri á Stjörnunni í oddaviðureign liðanna.

Varnarleikur Njarðvíkinga í dag var hreint afbragð og það sem skildi liðin að þennan daginn. Stefan Bonneau bauð upp á enn einn stórleikinn með 36 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar í liði Njarðvíkinga en hjá Stjörnunni var Jeremy Atkinson með 25 stig og 16 fráköst. 

Mynd/ [email protected] – Friðrik Ingi Rúnarsson virðist nokkuð sáttur hér á þessari mynd með sæti Njarðvíkinga í undanúrslitum. 

Fréttir
- Auglýsing -