Nú er ljóst hvaða lið munu leika til undanúrslita í Iceland Express deild karla. Njarðvík og Keflavík höfðu betur í oddaleikjunum sínum í kvöld, Keflavík skellti Tindastól og Njarðvík datt í gírinn í Garðabæ.
Úrslit:
Keflavík 107-78 Tindastóll
Stjarnan 72-88 Njarðvík
Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði 21 stig fyrir Keflavík í kvöld en Helgi Rafn Viggósson gerði 24 stig fyrir Stólana sem nú eru komnir í sumarfrí. Í Garðabæ voru þrír liðsmenn Njarðvíkinga með 20 stig en það voru þeir Friðrik Stefánsson, Magnús Þór Gunnarsson og Jóhann Árni Ólafsson. Hjá Stjörnunni var Jovan Zdravevski með 23 stig en hann setti 22 stig í fyrri hálfleik en aðeins eitt í þeim síðari.
Undanúrslitin verða því svona:
KR-Snæfell
Keflavík-Njarðvík
Nánar síðar…
Ljósmynd/ Jóhann Árni Ólafsson tók góðar rispur fyrir Njarðvíkinga í kvöld. Hér fagnar hann eftir stóran þrist í síðari hálfleik.



