spot_img
HomeFréttirÚrslit: Njarðvík og Haukar leika til úrslita!

Úrslit: Njarðvík og Haukar leika til úrslita!

Þá er það komið á hrein, bikarmeistarar Njarðvíkur og Haukar munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Snæfell tók á móti Njarðvík í Stykkishólmi í dag þar sem grænar fóru með eins stigs sigur af hólmi í enn einni spennuviðureign þessara liða, lokatölur 78-79 Njarðvík í vil.
Lele Hardy og Shanae Baker-Brice fóru mikinn í Njarðvíkurliðinu, báðar með 27 stig en Hardy bætti við 23 fráköstum! Þá var Petrúnella Skúladóttir með 19 stig. Hjá Snæfell voru Hildur Björg Kjartansdóttir og Jordan Murphree báðar með 22 stig og Jordan auk þess með 13 fráköst.
 
Einvíginu lauk því 3-1 Njarðvík í vil en hver einasti leikur þessara liða var spennuþrunginn. Í dag var ekkert skorað síðustu 30 sekúndur leiksins eftir að Marlow hafði minnkað muninn fyrir Snæfell í 78-79.
 
Það eru því Njarðvík og Haukar sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn þar sem Njarðvíkingar hafa heimaleikjaréttinn.
 
Nánar síðar…
  
Fréttir
- Auglýsing -