Einn leikur fór fram í 1. deild karla í kvöld þar sem 1. deildarmeistarar KFÍ höfðu níu stiga sigur á Þór í Þorlákshöfn, 67-76. KFÍ hefur nú 30 stig á toppi deildarinnar og leikur í Iceland Express deildinni á næstu leiktíð en Þór Þorlákshöfn hefur 22 stig í 5. sæti deildarinnar.
Craig Schoen var atkvæðamestur í liði KFÍ í dag með 19 stig, 10 stoðsendingar og 2 stolna bolta en hjá heimamönnum í Þór var Magnús Pálsson með 23 stig og 9 fráköst.



