spot_img
HomeFréttirÚrslit næturinnar: Melo hetja Lakers sem nú hafa unnið 3 af síðustu...

Úrslit næturinnar: Melo hetja Lakers sem nú hafa unnið 3 af síðustu 4 leikjum

Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Staples höllinni í Los Angeles höfðu heimamenn í Lakers betur gegn Cleveland Cavaliers, 101-113.

Eftir að hafa tapað tveimur upphafsleikjum tímabilsins hafa Lakers nú unnið þrjá af síðustu fjórum og eru með 50% sigurhlutfall, 3-3 líkt og Cavaliers.

Það sem reið baggamuninn fyrir Lakers í leiknum var sterk innkoma Carmelo Anthony af bekknum í hálfleiknum, en hann setti í heild 24 stig í leiknum, 6 af 8 í þristum og tók 5 fráköst. LeBron James annars atkvæðamestur fyrir Lakers í leiknum með 26 stig og 8 stoðsendingar.

Fyrir Cavaliers var Darius Garland bestur með 18 stig og 11 stoðsendingar og þá bætti nýliðinn Evan Mobley við 23 stigum og 6 fráköstum.

Tölfræði leiksins

Það helsta úr leik Lakers og Cavaliers:

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar

Orlando Magic 109 – 110 Toronto Raptors

Indiana Pacers 98 – 105 Brooklyn Nets

Charlotte Hornets 99 – 114 Miami Heat

Sacramento Kings 113 – 109 New Orleans Pelicans

Dallas Mavericks 75 – 106 Denver Nuggets

LA Clippers 92 – 111 Portland Trail Blazers

Cleveland Cavaliers 101 – 113 Los Angeles Lakers

Fréttir
- Auglýsing -