spot_img
HomeFréttirÚrslit næturinnar í NBA: Derrick Rose hefur lokið keppni

Úrslit næturinnar í NBA: Derrick Rose hefur lokið keppni

Úrslitakeppnin í NBA byrjaði með látum í nótt þegar fjórir leikir fóru fram.  Það voru þó ekki úrslit leikjanna sem vöktu mesta athygli heldur voru það meiðsli stjörnuleikmanns Chicago Bulls, Derrick Rose, sem fékk fólk til að hugsa.  Það var ein mínúta eftir af leik Chicago og Philadelphia þegar Derrick Rose slítur liðbönd í hné og mun ekki spila meira það sem eftir lifir af úrslitakeppninni.  Virkilega slæmar fréttir fyrir Chicago sem bundu miklar vonir við Derrick Rose í úrslitakeppninni í ár.  

Athyglisverðustu úrslit kvöldsins var sigur Orlando á Indiana á útivelli, 81-77, og það án stjörnunnar Dwight Howard.  Margir hafa afskrifað Orlando eftir að Howard lagðist í meiðsli en liðið hefur augljóslega ekki gefist upp.  Það voru hins vegar Glen "big baby" Davis, Jason Richardsson og Jameer Nelson sem tóku af skarið fyrir Orlando.  Þar fór mest fyrir framlagi Glen Davis sem var með 16 stig og 13 fráköst í leiknum.  Jameer Nelson bætti við 17 stigum og 9 stoðsendingum.  Helsta stigamaskína Indiana var ekki heitur í nótt og setti aðeins 7 af 20 skottilraunum sínum niður en Danny Granger skoraði aðeins 17 stig úr þessum 20 skotum sem getur ekki talist vænlegt til árangurs.  Stigahæstur í liði Indana var David West með 19 stig.  

Miami gjörsigraði New York á heimavelli í seríunni sem margir héldu að yrði sú skemmtilegasta austan megin.  Það virðist þó vera annað uppá teningnum hjá Miami því þeir voru komnir með 20 stiga forskot í hálfleik og unnu að lokum 33 stiga sigur, 100-67.  Lebron James lét ekki sitt eftir liggja og setti 32 stig á meðan J.R. Smith var eini leikmaður New York sem sýndi einhvern lit en hann skoraði 17 stig í leiknum.  Sórstjarna NY, Carmelo Anthony, var ekki sjón að sjá og setti aðeins niður 3 af 15 skotum sínum en varnarleikur Miami hélt vel aftur af honum.  

Oklahoma City Thunder sem margir spá góðu gengi í úrslitakeppninni í ár var í miklum vandræðum með Dallas Mavericks, meistaralið síðasta árs, Oklahoma vann með einu stigi, 98-99.  Kevin Durant skoraði síðustu 2 stig leiksins þegar það var 1,5 sekúnda eftir af leiknum með Shawn Marion bókstaflega í andlitinu og tryggði sínu liði mikilvægan sigur.  Russel Westbrook var stigahæstur í liði Oklahoma með 28 stig en Kevin Durant var ekki langt undan með 25 stig.  Í liði Dallas var Dirk Nowitzki stigahæstur með 25 stig en næstur var Jason Terry með 20. 

Chicago vann fyrsta leikinn gegn Philadelpia nokkuð örugglega og eiga eflaust eftir að klára þessa seríu á jafn þægilegan máta þrátt fyrir að missa lykilmann, Derrick Rose.  Chicago vann 103-91 þar sem Derrick Rose var hættulega nálægt þrefaldri tvennu með 23 stig, 9 stoðsendingar og 9 fráköst.  Richard Hamilton var næst stigahæstur í liði Chicago með 19 stig.  Í liði Philadelphia var Elton Brand stigahæstur með 19 stig en næstu menn voru Jrue Holiday með 16 stig og Thaddeus Yong með 13 stig.  

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -