Í dag fara fram úrslitaleikirnir í Lengjubikarkeppni karla og kvenna. Í kvennaflokki mætast Valur og Keflavík kl. 14:00 og kl. 16:30 eigast við Tindastóll og KR í karlaflokki. Báðir úrslitaleikirnir fara fram í Ásgarði í Garðabæ.
Á leið sinni í úrslit kvenna lagði Keflavík Hauka 94-83 í undanúrslitum og Valur hafði 84-80 sigur á Snæfell. KR lagði Hauka 93-83 í karlaflokki og Tindastóll lagði Fjölni 92-73.