spot_img
HomeFréttirÚrslit Lengjubikarsins á Selfossi í dag

Úrslit Lengjubikarsins á Selfossi í dag

Í dag fara fram úrslit Lengjubikarkeppninnar í bæði karla- og kvennaflokki. Leikið verður í Iðu á Selfossi þar sem kvennaleikurinn hefst kl. 14:00 en karlaleikurinn 16:30.

Í kvennaflokki mætast Keflavík og Haukar en Stjarnan og Þór Þorlákshöfn mætast í karlaflokki. Hvorki Stjarnan og Þór Þorlákshöfn hafa áður unnið Fyrirtækjabikarkeppni KKÍ   en það hafa Haukar gert þrívegis í kvennaflokki og Keflavík sjö sinnum! 

Lifandi tölfræði verður frá báðum leikjum á KKI.is og þá verður Sport TV með báða leikina í beinni á netinu. 

Fréttir
- Auglýsing -