spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÚrslit kvöldsins úr undanúrslitum fyrstu deildar karla - Vestri komnir í...

Úrslit kvöldsins úr undanúrslitum fyrstu deildar karla – Vestri komnir í úrslitaeinvígið

Tveir leikir fóru fram í undanúrslitum fyrstu deildar karla í kvöld.

Vestri lagði Skallagrím á Ísafirði í þriðja leik liðanna. Með sigrinum tryggði Vestri sig áfram í úrslitaeinvígið, þar sem liðið mun mæta annaðhvort Hamar eða Selfoss.

Í Hveragerði lögðu heimamenn í Hamri granna sína frá Selfossi. Með sigrinum komst Hamar aftur í bílstjórasætið í einvíginu, 2-1, og geta með sigri í næsta leik komist áfram í úrslitin.

Úrslit kvöldsins

Fyrsta deild karla:

Vestri 101 – 88 Skallagrímur

Vestri fer áfram í úrslitaeinvígið 3-0

Hamar 85 – 74 Selfoss

Hamar leiðir einvígið 2-1

Fréttir
- Auglýsing -