Njarðvíkingar náðu að landa sigri gegn ÍR með herkjum í kvöld þegar þeir sigruði í Hertz-hellinum, 76:83. Tindastóll valtaði yfir gesti sína úr Stykkishólmi, 114:85 og Þórsarar úr Þorlákshöfn komu sér á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð með sigri í Grindavík, 81:87. Hattarmenn tóku svo loks sinn annan sigur í deildinni þegar þeir lögðu FSu, 83:92.
Í 1. deild karla eru Þórsarar frá Akureyri að koma sér þægilega fyrir í efsta sætinu en þeir sigurðu Valsmenn í kvöld 89:97. Þórs stúlkurnar hinsvegar gekk ekki jafnvel en þær töpuðu fyrir liði KR, 63:60 Í DHL Höllinni.
Mynd: Hjalti / Úr leik Tindastóls og Snæfell í kvöld.



