spot_img
HomeSubway deildinSubway deild kvennaÚrslit kvöldsins: Stórsigrar og háspenna - Óvænt úrslit í Smáranum

Úrslit kvöldsins: Stórsigrar og háspenna – Óvænt úrslit í Smáranum

Eftir lengra undirbúningstímabil en flestir eiga að venjast hófust Domino’s deildinar í kvöld, þegar heil umferð fór fram í Domino’s deild kvenna.

Óvæntustu úrslit kvöldsins urðu í Smáranum í Kópavogi, þegar lið Breiðabliks sigraði Valskonur 71-67, en Valskonum var af flestum spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá fyrir Domino’s deildirnar.

Í Ólafssal á Ásvöllum tóku Haukar á móti bikarmeisturum Skallagríms, en liðunum er báðum spáð sæti í úrslitakeppni deildarinnar. Skallagrímskonur höfðu nauman sigur í leik kvöldsins, 51-54 í leik sem seint verður minnst fyrir áferðarfallegan körfubolta.

Aðrir leikir kvöldsins urðu hins vegar ekkert sérlega spennandi. Í fyrsta leik kvöldsins unnu Fjölniskonur Snæfell með 31 stigs mun, 91-60, en Snæfell lék án Hayden Palmer, sem er í sóttkví. Gestirnir úr Hólminum héldu í við Fjölni í fyrri hálfleik, en í þriðja leikhluta skoruðu Grafarvogskonur 30 stig gegn 10 hjá Hólmurum og eftirleikurinn varð auðveldur.

Loks unnu Keflvíkingar stórsigur á KR, sem flestir telja að muni verma botnsæti deildarinnar, 114-72.

Næsta umferð Domino’s deildar kvenna fer fram dagana 29. og 30. september.

Fréttir
- Auglýsing -