Níunda umferð Dominos deildar karla kláraðist í kvöld með tveimur leikjum.
Í fyrri leiknum unnu heimamenn Keflavíkur lið Fjölnis nokkuð örugglega, 109-98 og fara því aftur í toppsæti deildarinnar. Í seinni leiknum bar Stjarnan sigurorð af Íslandsmeisturum KR, 110-67. Með sigrinum færist Stjarnan einnig upp að hlið Keflavíkur og Tindastóls, öll með 14 stig eftir fyrstu níu umferðirnar.
Þá voru einnig þrír leikir í fyrstu deild karla. Þar sem að Hamar lagði Sindra í Hveragerði, Breiðablik vann heimamenn í Selfoss og á Ísafirði höfðu heimamenn í Vestra betur gegn Snæfell.
Úrslit kvöldsins
Dominos deild karla:
Keflavík 109 – 98 Fjölnir
Stjarnan 110 – 67 KR
Fyrsta deild karla:
Hamar 99 – 96 Sindri
Selfoss 76 – 93 Breiðablik
Vestri 95 – 77 Snæfell



