spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Stjarnan fór illa með KFÍ

Úrslit kvöldsins: Stjarnan fór illa með KFÍ

 Einn leikur fór fram í kvöld í úrvalsdeildinni í kvöld þegar Stjarnan bar sigurorð á KFÍ í ísjaka þeirra Ísfirðinga.  KFÍ kannski full gestrisnir að þessu sinni en Stjörnumenn sigruðu með 107 stigum gegn 70 stigum KFÍ.  Í 1. deildinni sigraði Tindastóll lið Hattar, 97:77,  Breiðablik vann Þór Akureyri 106:73, FSU tóku sigur gegn Vængjum Júpíters 107:64 og Fjölnismenn hirtu öll stig í boði gegn Skagamönnum með 109:82 sigri. 
 
KFÍ: Leó Sigurðsson 25, Mirko Stefán Virijevic 16/8 fráköst, Ágúst Angantýsson 9/4 fráköst, Valur Sigurðsson 9/4 fráköst, Guðmundur Jóhann Guðmundsson 6, Óskar Kristjánsson 3, Jóhann Jakob Friðriksson 2/6 fráköst, Jón Hrafn Baldvinsson 0/4 fráköst, Hraunar Karl Guðmundsson 0, Jón Kristinn Sævarsson 0, Ingvar Bjarni Viktorsson 0.
 
Stjarnan: Dagur Kár Jónsson 25, Matthew James Hairston 22/10 fráköst, Justin Shouse 18/8 stoðsendingar, Jón Sverrisson 17/7 fráköst, Sæmundur Valdimarsson 9, Marvin Valdimarsson 6, Fannar Freyr Helgason 5, Björn Steinar Brynjólfsson 3/5 stolnir, Sigurður Dagur Sturluson 2/5 fráköst.
Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Steinar Orri Sigurðsson, Halldor Geir Jensson
 
 
Mynd: Dagur Kár setti í 25 stig fyrir Stjörnuna í kvöld. 
Fréttir
- Auglýsing -