spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Stjarnan fékk kennslustund í DHL-Höllinni

Úrslit kvöldsins: Stjarnan fékk kennslustund í DHL-Höllinni

21:02
{mosimage}

Átjánda umferðin í Iceland Express deild karla hófst í kvöld með þremur leikjum þar sem topplið KR kom fram hefndum gegn nýkrýndum Subwaybikarmeisturum Stjörnunnar. Lokatölur leiksins í Vesturbænum voru 116-87 KR í vil sem kláruðu leikinn snemma en leikar stóðu 59-37 í hálfleik.

Borgnesingar unnu sinn annan leik á tímabilinu þegar Tindastóll kom í heimsókn. Lokatölur leiksins voru 85-81 Skallagrím í vil en því miður fyrir Borgnesinga kemur sigurinn allt of seint því liðið mun óhjákvæmilega leika í 1. deild á næstu leiktíð.

Njarðvík og Þór mættust á Akureyri þar sem gestirnir úr Reykjanesbæ höfðu góðan 79-84 og syrtir heldur í álinn hjá Þórsturum sem eru í ellefta og næst síðasta sæti deildarinnar.  

Þá höfðu Valskonur öruggan 54-83 sigur á Fjölni í Iceland Express deild kvenna. Ármann og Haukar mættust í 1. deild karla þar sem Haukar fóru með sigur af hólmi 69-90.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -