spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins - Snæfell á toppinn

Úrslit kvöldsins – Snæfell á toppinn

23:31

{mosimage}
(Gunnhildur var stigahæst allra leikmanna í kvöld)

Tveir leikir voru á dagskrá í 1. deild kvenna í kvöld ásamt nokkrum leikjum í drengja- og unglingaflokki kvenna.

Á Sauðárkróki tóku heimastúlkur í Tindastól á móti Þór Akureyri. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik skriðu Stólarnir fram úr og unnu 54-38. Stigahæst hjá Tindastól var Sigríður Viggósdóttir með 25 stig og hjá Þór skoraði Freydís Guðjónsdóttir 10 stig.

Snæfell heimsótti KR-b í DHL-höllina og hafði sigur 48-60. Eru Snæfellsstúlkur þá einar á toppi 1. deildar með 18 stig en fyrir leikinn voru þær jafnar Haukum-B og Njarðvík. Stigahæst hjá Gunnhildur Gunnarsdóttir með 20 stig og 10 fráköst og hjá KR var Brynhildur Jónsdóttir með 12 stig.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -