20:53
{mosimage}
Það var sannarlega háspenna í lofti út um allt land í kvöld. Þrír leikir voru í 8 liða úrslitum Lýsingarbikars karla, einn í 8 liða úrslitum Lýsingarbikars kvenna og einn í Iceland Express deild karla. Nú er öllum leikjum lokið og unnu Þórsarar Grindavíkinga í deildinni en í bikarkeppnunum er ljóst hvaða lið leika í undanúrslitum. Hjá körlunum verða það Fjölnir, Snæfell, Skallagrímur og Njarðvík og hjá konunum verða það Keflavík, Grindavík, Haukar og Fjölnir
Á Akureyri voru Grindavíkingar í heimsókn í Iceland Express deildinni og þar náðu Þórsarar að landa langþráðum sigri 104-98. Hægt er að lesa textalýsingu af leiknum á heimasíðu Þórs.
Í Njarðvík tóku heimamenn á móti KR í Lýsingarbikarnum og þar sigraði Njarðvík 106-90. KR ingar voru með textalýsingum af leiknum.
Í Stykkishólmi var hörkuspenna þar sem Snæfell tók á móti Keflavík í Lýsingarbikarnum. Snæfell vann að lokum 86-84 og var leikurinn í beinni textalýsingu á Stykkishólmspóstinum.
Úr Borgarnesi er það að frétta að Skallagrímur vann bikarmeistara ÍR 83-80 og er því kominn í undanúrslit.
Í Hafnarfirði tóku bikarmeistarar Hauka á móti Hamri í Lýsingarbikar kvenna og sigruðu 90-55.
Við fylgjumst með gangi mála.



