spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Öruggur sigur Keflavíkur á Snæfell - Tomsick aftur hetja Stjörnunnar

Úrslit kvöldsins: Öruggur sigur Keflavíkur á Snæfell – Tomsick aftur hetja Stjörnunnar

Tveir leikir fóru fram í Dominos deildum karla og kvenna í kvöld.

Í fyrsta leik áttundu umferðar Dominos deildar karla vann Stjarnan heimamenn í Þór Akureyri, 101-104. Eftir leikinn er Stjarnan í 1.-2. sæti deildarinnar ásamt Keflavík með 12 stig á meðan að Þór Akureyri er ennþá í leit að fyrsta sigrinum í 12. sætinu.

Staðan í Dominos deild karla

Í síðasta leik sjöundu umferðar Dominos deildar kvenna unnu heimakonur í Keflavík lið Snæfells, 89-66. Keflavík eftir leikinn í 3.-5. sæti deildarinnar ásamt Haukum og Skallagrím með 8 stig á meðan að Snæfell er í því 6. með 4 eftir þessar fyrstu sjö umferðir.

Staðan í Dominos deild kvenna

Úrslit kvöldsins

Dominos deild kvenna:

Keflavík 89 – 66 Snæfell

Tölfræði leiks

Dominos deild karla:

Þór Akureyri 101 – 104 Stjarnan

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -