spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Njarðvík áfram í bikarnum

Úrslit kvöldsins: Njarðvík áfram í bikarnum

21:24
{mosimage}

(Hjörtur Hrafn hefur leikið vel í Njarðvíkurliðinu undanfarið)

Tveir leikir fóru fram í 16 liða úrslitum Subwaybikarsins í kvöld. Keppni er lokið í kvennaflokki í 16 liða úrslitum en einn leikur er eftir í 16 liða úrslitum karla. Njarðvíkingar tryggðu sig inn í 8-liða úrslitin með góðum sigri í Ljónagryfjunni gegn Þór Akureyri. Þrír í Njarðvíkurliðinu voru jafnir með 20 stig en það voru þeir Friðrik Stefánsson, Magnús Þór Gunnarsson og Hjörtur Hrafn Einarsson. Njarðvíkingurinn Guðmundur Jónsson sem í sumar gekk í raðir Þórsara var atkvæðamestur gestanna með 26 stig.

Ármann og Hekla mættust á Hellu í kvöld og urðu óvænt úrslit, Hekla sigraði 56-53 og er þar með komið í 8 liða úrslit

[email protected] 

Fréttir
- Auglýsing -