Annarri umferð í Iceland Express deild karla lauk í kvöld með þremur leikjum þar sem Snæfell, Stjarnan og Njarðvík nældu sér öll í tvö stig. Snæfell skellti KR, Stjarnan lagði nýliða Vals og Njarðvíkingar höfðu betur gegn Haukum.
Úrslit:
Stjarnan 96-78 Valur
Justin Shouse gerði 27 stig og Marvin Valdimarsson bætti við 22 stigum hjá Garðbæingum. Curry Collins gerði 24 stig í liði Vals og Austin Magnus Bracey bætti við 17 stigum.
Snæfell 116-100 KR
Brandon Cotton gerði 38 stig í liði Snæfells og Quincy Hankins-Cole bætti við 25 stigum og 17 fráköstum. David Tariu gerði svo 33 stig og tók 11 fráköst í liði KR og Hreggviður Magnússon bætti við 21 stigi.
Njarðvík 107-91 Haukar
Cameron Echols með 40 stig og 16 fráköst í liði Njarðvíkinga og Elvar Friðriksson bætti við 22 stigum og 5 stoðsendingum. Hjá Haukum var Jovanni Shuler með 30 stig og 10 fráköst.
Mynd/ [email protected] – Marvin Valdimarsson lék vel á löngum köflum með Garðbæingum í kvöld.