spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Meistarar Keflavíkur stöðvuðu Hamar

Úrslit kvöldsins: Meistarar Keflavíkur stöðvuðu Hamar

20:47
{mosimage}

(Ingibjörg Elva lét Hamarskonur finna vel fyrir sér í kvöld)

Konurnar úr blómabænum Hveragerði lentu á stöðvunarskyldu í kvöld þegar Íslandsmeistarar Keflavíkur komu í heimsókn í Iceland Express deild kvenna. Keflavík var fyrsta lið vetrarins til að leggja Hamar að velli og það í Hveragerði. Lokatölur leiksins voru 76-90 Keflavík í vil þar sem Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir var með 21 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar í liði Keflavíkur. Hjá Hamri var LaKiste Barkus með 25 stig, 5 stoðsendingar og 4 fráköst.

Þá gerðu Haukar góða ferð í Röstina í Grindavík og lögðu heimakonur 58-66 þar sem Ragna Margrét Brynjarsdóttir fór á kostum í liði Hauka með 22 stig og 16 fráköst. Hjá Grindavík var Petrúnella Skúladóttir með 12 stig og 4 fráköst.

KR rétti rækilega úr kútnum í kvöld með spennusigri gegn Val 57-59. Sigrún Ámundadóttir fór hamförum í liði KR með 31 stig og 11 fráköst. Hjá Val var Signý Hermannsdóttir með 20 stig og 16 fráköst.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -